Rúm­lega 46% þeirra sem af­stöðu tóku í könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar fyr­ir Morg­un­blaðið vilja að Dag­ur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri í Reykja­vík­. Tæp 30% nefna Eyþór Lax­dal Arn­alds, oddvita Sjálf­stæðis­flokks­ins. Í þriðja sæti er Vig­dís Hauks­dótt­ir, odd­viti Miðflokks­ins en 7,1% þeirra sem tóku afstöðu vildu sjá hana sem borg­ar­stjóra. 6,3% nefndu Líf Magneu­dótt­ur, odd­vita VG, 3,4% Þór­dísi Lóu Þór­halls­dótt­ur, odd­vita Viðreisn­ar, og 1,4% Ingvar Mar Jóns­son, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins. 5,9% vildu ein­hvern ann­an.

Í Morgunblaðinu er haft eftir Degi að hann sé innilega þakklátur og ætli að reyna að standa undir því trausti sem honum er sýnt. Eyþór bendir hins vegar á að stuðningur við borgarstjórann sé innan við helmingur og minni en hann var fyrir síðustu kosningar.