Landsmenn vilja helst vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur í embætti forsætisráðherra eða nær 37%. Næstflestir, eða 20% nefndu Bjarna Benediktsson. Þetta kemur fram í nýrri könnun þjóðarpúls Gallups. Ríflega fjórir af hverjum tíu tóku ekki afstöðu.

Hátt í helmingur íslenskra kvenna vill sjá Katrínu sem forsætisráðherra á móti ríflega fjórðungi karla og að sama skapi vilja fleiri karlar en konur sjá Bjarna sem forsætisráðherra.

Flestir vilja kosningar innan veggja mánaða

Könnunin sýnir jafnframt 37% þeirra sem tóku afstöðu vildu að kosningar til Alþingis færu næst fram innan tveggja mánaða. Fjórðungur svarenda vildu hinsvegar að kosningar fari fram næsta vor. Tveir af hverjum tíu sögðust vilja að þær færu fram eftir tvo til fjóra mánuði og nær 15% að þær færu fram eftir fimm til átta mánuði.

Þeir sem eru yngri en fertugir vilja frekar en þeir sem eldri eru að kosningar fari fram innan tveggja mánaða, en könnunin sýnir að fólk er líklegra til að vilja að kosningar fari fram næsta vor eftir því sem það er eldra.