Píratar næðu inn manni í borgarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Morgunblaðið dagana 6.- 18. nóvember. Samkvæmt könnuninni tapa allir flokkar í borgarstjórn fylgi nema VG.

Björt framtíð fengi 29,4% atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26,6% og Samfylkingin 17,6%. Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni, Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð fengu fimm menn kjörna, Samfylkingin þrjá og VG og Píratar einn mann hvor.

Einnig var spurt hverja menn vildu helst sjá sem borgarstjóra. Flestir, eða þriðjungur svarenda, nefndu Dag B. Eggertsson.