Viðskiptabankarnir meta út frá einstökum atvikum hvort starfsmaður er sendur í leyfi, fái hann réttarstöðu grunaðs manns í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara.

Hjá Landsbankanum og Arion banka er enginn í leyfi frá störfum vegna réttarstöðu sinnar. Tveir starfsmenn Landsbankans hafa réttarstöðu grunaðs, hvorugur er stjórnandi. Hjá Arion banka og Íslandsbanka fæst ekki gefið upp hversu margir þeir eru sem hafa slíka réttarstöðu, en eru sagðir fáir hjá Arion.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.