*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 29. nóvember 2011 14:01

Flestum var sagt upp hjá Byr

Af þeim 42 sem missa vinnuna hjá Íslandsbanka eru 2/3 hlutar frá Byr. Það jafngildir um 28 manns frá Byr á móti 14 hjá Íslandsbanka.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

„Þetta hefur verið erfiður dagur,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, um uppsagnir innan bankans í dag.

Af þeim 42 sem missa vinnuna eru 2/3 hlutar frá Byr. Það jafngildir um 28 manns á móti 14 frá Íslandsbanka.

Íslandsbanki var næstum fimm sinnum stærri en Byr fyrir samruna þeirra, með tæplega 1.000 starfsmenn á móti tæplega 200 hjá Byr.

Auk uppsagna 42 starfsmanna Íslandsbanka og Byr var gengið frá starfslokum við 21 starfsmann sameinaðs banka. Hluti fer á eftirlaun og aðrir hætta að eigin ósk. Þá verða tímabundnir samningar ekki endurnýjaðir. Sá hluti á við um starfsmenn hjá Íslandsbanka sem sagt var upp unnu við tímabundin verkefni, svo sem fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og voru samningar við þá ekki endurnýjaðir, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.´

Í heildina hætta því 63 hjá sameinuðum banka, eða um 5% allra starfsmanna.

Stikkorð: Íslandsbanki Byr