Krónan opnar með lítilsháttar lækkun í morgun en samkvæmt venju eru viðskipti lítil. Að sögn sérfræðinga virðist flæði á gjaldeyrismarkaði vera í lágmarki. Þannig telja sérfræðingar athyglisvert að á meðan gengið erlendis (e. off-shore) styrkist jafnt og þétt, meðal annars vegna minnkandi áhættufælni erlendis og frétta af vinnu Seðlabankans við lausnir fyrir hluta erlendra krónueigenda, virðast gjaldeyristekjur enn ekki skila sér á markað innanlands nema að takmörkuðu leyti.

Hugsanlega skipta væntanlegar vaxtagreiðslur til útlendinga í maí og júní hér máli, en þá verður að hafa í huga að með minnkandi mun á innlendu og erlendu gengi krónu minnkar einnig hvati erlendra krónueigenda til þess að taka til sín vaxtagreiðslur að vissu marki. Einnig er ljóst að markaðurinn er farin að bíða eftir lausn á krónubréfastöðu sem hefur verið boðuð eins og nefnt var fyrr en í Viðskiptablaðinu síðasta fimmtudag var bent á að erlendir fjárfestar tækju skuldabréf á innlenda aðila fyrir krónur.