Áhugavert er skoða heildartekjur sveitarfélaga (A- og B-hluti) á hvern íbúa. Eins og áður trónir Fljótsdalshreppur með sína 75 íbúa á toppnum. Heildartekjur sveitarfélagsins námu 145 milljónum króna í fyrra, þar af voru 110 milljónir vegna fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði en stöðvarhús Kárahnjúkavirkunar er innan sveitarfélagsmarkanna. Tekjur á hvern íbúa námu því ríflega 1,9 milljónum króna.  Næst hæstu tekjur á hvern íbúa eru í Reykhólahreppi eða 1,6 milljón. Í Reykjavík eru tekjur á hvern íbúa tæplega 1,1 milljón króna.

Lægstu tekjur á hvern íbúa eru í Tjörneshreppi eða um 460 þúsund krónur. Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega og skuldar 6,9 milljónir króna. Það vekur samt athygli að skuldir sveitarfélagsins hafa ríflega fimmfaldast milli ára því í fyrra námu þær 1,1 milljón. Þess má geta að Tjörneshreppur, sem er rétt norðan við Húsavík, er eitt allra fámennasta sveitarfélag landsins. Um síðustu áramót voru íbúarnir 59 talsins.

Nokkur mjög fjölmenn sveitarfélög skrapa botninn þegar þessi mælikvarði, tekjur á hvern íbúa, er notaður. Á meðal þeirra má nefna Kópavog (684.000 krónur á íbúa), Hafnarfjörð (705.000 krónur á íbúa), Seltjarnarnes (732.000 krónur á íbúa) og Garðabæ (742.000 krónur á íbúa).

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .