Athyglisvert er að rýna að heildartekjur og fjármagnsliði (A- og B-hluti) á hvern íbúa. Sem fyrr trónir Fljótsdalshreppur, með sinn 81 íbúa, á toppnum. Þar nemur tekjur á hvern íbúa ríflega 1,9 milljón króna. Til samanburðar má geta þess að í Reykjavík námu tekjurnar tæplega 1,3 milljónum króna á íbúa. Lægstu tekjur á íbúa eru í Tjörneshreppi eða ríflega 600 þúsund krónur.

Þegar fjármagnsliðir á hvern íbúa eru skoðaðir er Fljótsdalshreppur einnig á toppnum með fjármagnstekjur upp á 95 þúsund krónur á hvern íbúa. Mesti fjármagnskostnaðurinn á hvern íbúa er í Reykjanesbæ eða ríflega eða 144 þúsund krónur. Það sem öðru fremur útskýrir góða stöðu Fljótsdalshrepps er að stöðvarhús Kárahnjúkavirkunar er innan sveitarfélagsmarkanna.

fjármagnsliðir 2016
fjármagnsliðir 2016

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .