*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 1. apríl 2019 16:44

Fljúga milli Amsterdam og Keflavíkur

Transavia, félag í eigu Air France KLM, hefur flug til Keflavíkurflugvallar í sumar, til að fylla upp í skarð Wow.

Ritstjórn
Á sínum tíma þegar Wow air flaug sitt fyrsta flug til Schiphol flugvallar tók starfsfólkið þar á móti ferðalöngum með túlípönum.
Aðsend mynd

Lággjaldaflugfélagið Transavia mun fljúga frá Schiphol flugvelli við Amsterdam í Hollandi til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku frá 5. júlí næstkomandi og þannig fylla upp í það skarð sem varð til við brottfall WOW air fyrir helgi. Félagið er hluti af Air France KLM Group.

Flogið verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og mun fjöldi ferða aukast til framtíðar. Með þessu er Transavia að bregðast við aukinni eftirspurn eftir flugi til og frá Íslandi í kjölfar gjaldþrots WOW air. Að sama skapi gefur þetta Transavia tækifæri til þess að útvíkka leiðakerfi sitt til norðurs.

Ákvörðun um flug Transavia til Keflavíkurflugvallar er tekin með samstarfsaðilanum Voigt Trave. „Við sjáum þetta sem gott tækifæri fyrir báða aðila og er útvíkkun á okkar samstarfi. Að auki mun Transavia fljúga til Akureyrar í samstarfi við Voigt Travel frá og með 27. maí og er við því að gera Ísland enn aðgengilegri,“ segir Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel.

Transavia Netherlands er hollensk lággjaldaflugfélag og hluti af Air France KLM Group. Transavia er annað stærsta flugfélagið í Hollandi. Það flýgur til meira en 110 áfangastaða, aðallega í Evrópu og Norður-Afríku. Transavia flytur meira en 15 milljón farþega á ári.

Þegar ljóst var að WOW air myndi hætta starfsemi hafði Isavia samband við Transavia Netherlands sem höfðu áður sýnt Íslandi áhuga sem áfangastað.

„Transavia brást skjótt við og lýsti fljótt yfir áhuga á því að hefja flug milli Keflavíkur og Amsterdam. Þetta eru virkilega ánægjuleg niðurstaða en Isavia mun áfram leita til flugfélaga um að hefja flug til landsins,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia.

Stikkorð: Isavia Keflavík Transavia
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is