Icelandair hefur ákveðið að fljúga allt árið til Edmonton í Kanada, en flug til og frá borginni hefst næsta vor.

Áður hafði verið gert ráð fyrir að gera hlé yfir vetrarmánuðina en í ljósi eftirspurnar, jákvæðrar markaðsþróunar og bókunarstöðu er sala hafin á ferðum allt árið. Þá mun áætlunarflugið til Edmonton hefjast fyrr en áður var ætlað, eða þann 5. mars á næsta ári, eftir tæpa fimm mánuði. Flogið verður fjórum sinnum í viku.

Icelandair segir að frá Edmonton séu góðir tengiflugsmöguleikar innan Kanada og m.a. í samstarfi Icelandair við kanadíska flugfélagið WestJet.