Sinfóníuhljómsveit Íslands mun á næstu dögum fylla Hörpuna af hinni sínvinsælu tónlist úr teiknimyndum Disney. Fyrsta sýningin er annað kvöld og svo aftur á föstudag og laugardag.

Hljómsveitin fær liðsinni við flutninginn frá nokkrum þekktustu íslensku Disney röddunum, þeim Felixi Bergssyni, Stefáni Hilmarssyni og Valgerði Guðnadóttir. Arna Kristín Einarsdóttir er tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar og segir hún oft hægara sagt en gert að fá aðgang að tónleikum eins og þessum en kaupa þarf heildarverkið af Disney. Felix mun jafnframt kynna sýninguna en hann hefur talsett tugi teiknimynda, s.s. Aladdin, Leikfangasögu (e. Toy Story), Þumallínu, Pöddulíf og fleiri.

VB sjónvarp leit við á æfingu hjá Sinfóníuhljómsveitinni og ræddi við Örnu Kristínu um boð og bönn þegar kvikmyndaverk sem þessi eru flutt. Í lok myndskeiðsins má heyra þau Felix og Valgerði syngja lagið Við höldum vörð úr teiknimyndinni Aladdin.