Uber hyggst setja á fót nýja þjónustu sem nefnist Uber Air. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um að ræða nokkurs konar fljúgandi leigubíla og stefnir fyrirtækið á að prófanir á þessari nýju þjónustu hefjist á næsta ári. BBC greinir frá þessu.

Uber gaf það nýverið út að ástralska borgin Melbourne verði fyrsta erlenda markaðssvæðið þar sem ofangreindar prófanir munu fara fram, en auk þess munu þær eiga sér stað í bandarísku borgunum Dallas og Los Angeles.

Uber vonast til þess að fljúgandi leigubílarnir muni hefja farþegaflutninga árið 2023. Fyrirtækið sér fyrir sér að þessi nýi ferðamáti muni hjálpa til við að minnka umferðarteppur í stórborgum.