*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Fólk 28. júní 2015 20:35

Fljúgandi verkfræðingur

Magnús Júlíusson hefur unnið mest í orkumálum en er einnig einkaflugmaður og flýgur um landið í frítíma sínum.

Sæunn Gísladóttir
Aðsend mynd

Magnús Júlíusson tók við starfi sérfræðings í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar 8. júní síðastliðinn. Aðspurður segir hann nýja starfið leggjast mjög vel í sig.

Spurður um hvort sé ekki öðruvísi að byrja að sumri segir Magnús svo vera að einhverju leyti. „Menn eru að fara í frí og maður þarf að læra mikið á stuttum til þess að vera fullfær um að sjá um hluti, en það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Magnús.

Magnús fékk starf sem 90 manns sóttu um. „Þetta tók svolítinn tíma og miklar kröfur voru gerðar í viðtölum þannig að ég er mjög ánægður,“ segir Magnús.

Einkaflugmaður í frístundum

Magnús er í sambúð með Margréti Bjarnadóttur, nema í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðaláhugamál Magnúsar er flug, en hann er einkaflugmaður. Hann reynir að þann frítíma sem hann hefur til að fljúga um landið.

Hann hefur haft flugpróf í rúm tíu ár og hefur verið að sinna þessu þokkalega á þeim tíma. Aðspurður segir hann sér finnast skemmtilegast að fljúga til Vestmannaeyja og um Suðurlandið. Eftirminnileg ferð var þegar þeir félagarnir flugu yfir gosinu í Holuhrauni. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.