*

þriðjudagur, 21. janúar 2020
Erlent 23. janúar 2018 10:39

Flóðbylgjuviðvörun vegna skjálfta

Vegna jarðskjálfta undan ströndum Alaska hefur verið send út fljóðbylgjuviðvörun allt suður til Kaliforníu.

Ritstjórn
Edwin Roald Rögnvaldsson

Eftir að gríðarstór jarðskjálfti upp á 8,2 á Richterkvarða varð undan vesturströnd Alaska í morgun, klukkan 9:31 í morgun, hefur verið varað við hættu á flóðbylgjum niður eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada. 

Jarðskjálftinn varð um 330 mílur, eða 531 kílómetra undan strönd Alaska, á um 10 km dýpi, en þrátt fyrir það er höfuðborg Alaskafylkis, Anchorage ekki talin á hættusvæði að því er segir í frétt CNBC.

Hins vegar er varað við því að flóðbylgja geti skollið á strendur Bresku Kólumbíu í Kanada, Washington fylki og allt suður til Kaliforníu.

Stikkorð: Alaska Anchorage Tsunami flóðbylgja