*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 5. febrúar 2018 13:59

Flogið til 91 borgar frá Íslandi

Þegar sumaráætlun flugfélaganna hefst í lok næsta mánaðar stefnir í að flogið verði til 98 áfangastaða frá Keflavík.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Töluvert hefur bæst við fjölda áfangastaða sem flogið verður til frá Keflavík í sumar miðað við síðasta sumar og verður í heildina flogið til 91 borgar að því er Túristi greinir frá.

Utan Tel Aviv í Ísrael eru allir áfangastaðirnir í Evrópu eða Norður Ameríku, en þær borgir sem bætast við í fyrsta sinn í sumar í Ameríku eru Cincinnati, Cleveland, Dallas, Detroit, Kansan og St. Louis og í Evrópu Poznan, Lúxemborg, og Moskva.

Hins vegar verður ekki um flug að ræða til Birmingham, bristol, Cork, Friedrichsafen, Þrándheims og Stavanger yfir sumarið.

Stikkorð: Keflavík áfangastaðir borgir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is