Óhætt er að segja að flækjustigið fyrir einstaklinga til að sækja um gistileyfi vegna heimagistingar er nokkuð hátt. Til að sækja um slíkt leyfi þurfa einstaklingar að útvega fimm mismunandi vottorð, staðfestingu á virðisaukaskattsnúmeri og samþykkta teikningu frá byggingarfulltrúa af húsnæðinu sem fylgja þarf með umsókninni.

Greiða þarf 24 þúsund krónur fyrir rekstrarleyfi vegna heimagistingar. Leyfið gildir í fjögur ár frá útgáfu en þá þarf að sækja um endurnýjun.Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Kópavogi sem sér um umsóknarferlið getur það tekið allt að 45 daga að fá svar við því hvort leyfi hafi verið veitt.

Sex mismunandi aðilar þurfa að gefa sitt samþykki ella verður umsókninni hafnað. Um er að ræða Lögregluna, bæjaryfirvöld, Heilbrigðiseftirlitið, Vinnueftirlitið, byggingarfulltrúa viðkomandi sveitarfélags og Slökkviliðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.