Stjórnmálaflokkarnir eru einstaklega fyrirferðarmiklir í fjölmiðlum alla daga, en aldrei eins og fyrir kosningar. Eins og vera ber, því þá liggur almenningi mest á að vita allt um stefnu þeirra og frammistöðu, afrek og axarsköft.

Sem sjá hefur þeim gæðum verið afar misskipt síðastliðnar vikur. Stjórnarflokkarnir njóta enn forskots síns í kosningabar­ áttunni, einmitt þegar okkur liggur á að heyra frá stjórnarandstöðunni líka.

En svo er það ekki allt á eina bók lært, yfirburðir Sjálfstæðisflokksins að ofan eru þannig tæplega honum hagfelldir.