Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fer fram á Hótel Hvolsvelli á föstudag. Allir félagar í VG hafa seturétt á fundinum. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, setur fundinn.

Þeir sem hafa kosningarétt á fundinum eru: 30 landsfundakjörnir fulltrúar í flokksráði, allir kjörnir sveitastjórnarfulltrúar, alþingismenn, varaalþingismenn, formenn svæðisfélaga, formenn kjördæmisráða og formaður Ungra Vinstri Grænna.

Fundinum lýkur á laugardag með almennum stjórnmálaumræðum og afgreiðslu ályktana.