*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 2. ágúst 2017 09:00

Flokkur fólksins fengi 5 þingmenn

Sjálfstæðisflokkurinn er rúmum 5% stærri en Vinstri grænir í nýrri könnun, en Flokkur fólksins er stærri en hinir tveir ríkisstjórnarflokkarnir.

Ritstjórn

Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup fengi Flokkur fólksins nú fimm þingmenn ef niðurstöður þingkosninga yrðu í samræmi við könnunina, sem gerður var fyrir RÚV.

Hefur flokkurinn meira en tvöfaldað fylgi sitt frá þingkosningunum, en eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um virðist flokkurinn enn að sækja í sig veðrið.

Niðurstöðurnar eru eins og hér segir:

  • Sjálfstæðisflokkurinn - 26,5%
  • Vinstri græn - 21,2%
  • Píratar - 13%
  • Framsóknarflokkurinn 11,4%
  • Samfylkingin - 9,1%
  • Flokkur fólksins - 8,4%
  • Viðreisn - 5,3%
  • Björt framtíð - 3,7%
Stikkorð: Alþingi kosningar þjóðarpúls