*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 5. október 2017 13:31

Flokkur fólksins stærri en Framsókn

Vinstri grænir gætu myndað hreina vinstristjórn með Samfylkingu og Pírötum með 35 þingmanna meirihluta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkisstjórnarmeirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins myndi byggja á 35 manna meirihluta á þingi ef niðurstöður nýrrar könnunar yrðu að veruleika í kosningunum 28. október næstkomandi.

Vinstri grænir gætu jafnframt myndað þriggja flokka ríkisstjórn með Samfylkingu og Pírötum með 35 þingmenn að baki sér, eða með Miðflokknum og Samfylkingu. Ekki væri hægt að ná saman með færri flokkum í öðrum stjórnarmyndunarmynstrum.

Hér má sjá niðurstöður könnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. október:

  • Vinstri græn - 28,6% = 20 þingmenn
  • Sjálfstæðisflokkur - 22,3% = 15 þingmenn
  • Píratar - 11,4% = 8 þingmenn
  • Samfylkingin - 10,5% = 7 þingmenn
  • Miðflokkurinn - 8,9% = 6 þingmenn
  • Flokkur fólksins - 5,8% = 4 þingmenn
  • Framsóknarflokkurinn - 5,5% = 3 þingmenn
  • Viðreisn - 3,0% = 0 þingmenn
  • Björt framtíð - 2,6% = 0 þingmenn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is