Kristilegi demókrataflokkurinn, sem er flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara beið afhroð í kosningum í Berlín. Þetta kemur fram á vef BBC .

Flokkurinn hlaut 17,6% atkvæða, sem er versta frammistaða flokksins í frá seinni heimsstyrjöld.

Vinsældir Merkel hafa dvínað talsvert vegna stefnu hennar í flóttamannamálum. Hún sagði fréttamönnum meðal annars að ef að hún gæti farið aftur í tímann, þá myndi hún vilja undirbúa stjórnvöld betur fyrir komu flóttamanna til landsins. Hins vegar fer flokkurinn AfD vaxandi. Þeir hafa gagnrýnt flóttamannastefnu Merkel harðlega.

Sósíaldemókratar sigruðu kosningarnar með 22% atkvæða.

Þjóðernissinnaði flokkurinn Alternative für Deutschland hlaut 14% atkvæða í Berlín og haft er eftir formanni flokksins, Beatrix von Storch að næsti viðkomustaður flokksins væri þýska þingið.