Píratar kynntu nýlega á blaðamannafundi nýstárlega hugmynd í íslenskum stjórnmálum. Forsvarsmenn Pírata tilkynntu um hvernig flokkurinn hygðist standa að stjórnarmyndunarviðræðum fyrir komandi alþingiskosningar.

Píratar hygðust einnig vilja upplýsa fyrir fram um hvar flokkarnir standa varðandi stjórnarmyndunarviðræður. Píratar vilja hefja stjórnarmyndunarumræður við fjóra flokka, það er Viðreisn, Bjarta framtíð, Samfylkinguna og Vinstri græn.

Ekki eru forsvarsmenn allra flokka par sáttir með þessar nýstárlegu hugmyndir Pírata.

Útspilið floppaði

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, telur að útspil Pírati floppað. Því til rökstuðnings bendir hún á að forsvarsmenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafi ekki tekið mjög vel í hugmyndir Pírata. Þetta kemur fram í samtali hennar við fréttastofu Fréttablaðsins.

Gamaldags vinstriflokkur og óþarfa klækjastjórnmál

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í viðtali við saman miðil að Píratar hafa hér með kastað grímunni sem hefðbundinn gamaldags vinstriflokkur.

Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir í viðtali við Fréttablaðið, að það hefði verið eðlilegra að fólk hefði talað saman áður en blásið væri til þessa blaðamannafundar. Hún telur því þetta vera ákveðin klækjastjórnmál að stilla flokkum upp við vegg fyrir fram.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er ekki spenntur fyrir þátttöku og vill heldur leggja baráttu mál flokksins fyrir kjósendur ómenguð.

Hins vegar virðast forsvarsmenn Samfylkingarinnar hvað ánægðastir með þessa hugmynd og vilja ráðast á fullt í viðræðurnar.