Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld að flatar afskriftir lána einstaklinga væri óheyrilega dýr aðgerð. Um það hefði samkomulag við Alþjóðagjaldeyrisjóðinn fjallað. Það væri rangt, sem fram hefði komið, að ríkisstjórnin hefði afsala sér rétti til að fella niður skuldir heimila og atvinnulífs í bréfi til AGS. Í umræddu skjali hefði verið fjallað um flata niðurfellingu lána en ekki úrlausn mála hvers og eins.

Fjármálaráðherra tók undir með Jóhönnu Sigurðardóttur og lýsti vonbrigðum sínum með aðgerðir bankanna í skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja. Vísaði hann sérstaklega til þeirra banka sem hefðu notið fjárframlag ríkisins.