*

laugardagur, 16. nóvember 2019
Innlent 5. október 2019 09:01

Á flótta undan fréttum

Rannsókn í 38 þróuðum löndum bendir til þess að 32% fólks forðist fréttir með skipulegum hætti.

Ritstjórn

Fjölmiðlar víða um heim hafa fundið fyrir aukinni óvissu, skautun, falsfréttum og vantrausti hin síðari ár. Rannsókn í 38 þróuðum löndum bendir til þess að 32% fólks forðist fréttir með skipulegum hætti. Mjög mismikið eftir löndum.

Ástæðurnar kunna að vera vegna þess að ástandið í heiminum eða heima er ekki uppörvandi, nú eða að fjölmiðlar flytji of neikvæðar fréttir. Helstu uppgefnar ástæður eru a.m.k. þær að fréttirnar valdi fólki vanlíðan, umkomuleysi eða að það treysti sannleiksgildi þeirra varlega. Eða eins og á Bretlandi, þar sem 71% fólks, sem forðaðist fréttir, kvartaði undan Brexit-síbyljunni.