*

sunnudagur, 20. júní 2021
Erlent 24. desember 2015 14:38

Flóttamaður vann tæplega 60 milljónir í lottó

Var nýbúinn að missa starfið og átti fimm evrur á milli handanna þegar hann datt í lukkupottinn.

Ritstjórn
El Gordo er einn stærsti lottópottur veraldar.
None

Senegalskur flóttamaður sem ferðaðist til Evrópu á troðfullum báti vann 400.000 evrur, eða tæpar 60 milljónir króna, í spænska jólalottóinu.

Hinn 35 ára gamli Ngagne var einn af þúsundum manna sem tóku þátt í hinu fræga "El Gordo" happadrætti á Spáni, og þegar heimabær hans Roquetas de Mar vann fyrstu verðlaun á þriðjudag, þá fengu allir sem keyptu miða í bænum hluta af hinum risastóra 630 milljóna evra sigurpotti.

Eftir að Ngagne frétti af vinningnum nýtti hann tækifærið til að þakka spænskum hjálparstarfsmönnum sem björguðu lífi hans og annarra flóttamanna á bátnum sem hann sigldi á til Evrópu.

Þegar Ngagne kom til Spánar ásamt eiginkonu sinni árið 2007 áttu þau ekki neitt og undanfarin átta ár hefur hann unnið við að tína grænmeti í Almeria. Hann var nýbúinn að missa starfið áður en hann keypti lottómiðann, en hann og eiginkona hans höfðu einungis fimm evrur á milli handanna þegar þau heyrðu af vinningnum.

Stikkorð: El Gordo lottó