Fjöldi mála hefur komið upp í tengslum við óánægju starfsmanna Isavia í gegnum tíðina og virðist klaufalega staðið að breytingum á starfsmannahaldi.

Þannig mun flugumferðarstjóra hafa verið neitað um aukið svigrúm til að sinna langveiku barni sínu. Þá er sagt bera á mikilli óánægju í flugturninum í Keflavík og hafa reyndir flugumferðarstjórar hætt vegna samskiptaerfiðleika þar.

Einn þeirra hafi ekki séð annað fært en að fara annað. Hann stýrir nú flugumferð í Írak. Ótal fundir munu hafa verið haldnir með sálfræðingum og sérfræðingum til að komast að rótum vandans. Það hefur engu skilað.

Fjallað er nánar um Isavia í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .