Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple Corp. hækkaði um 4,40% í síðustu viku vegna fréttar frá greiningaraðilanum Pipper Jeffery um endurnýjað verðmatsgengi úr 52 dollurum í 100 dollara á hlut. Gengi á hlutabréfum Apple endaði í 64,55 dollurum á hlut. Til gamans má geta að frá áramótum hefur hlutabréfaverð í Apple hækkað um 200%.

Þetta kemur fram í Vikufréttum MP fjárfestingabanka.