Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að búa til flugvél sem getur ferðast fimm sinnum hraðar en hljóð. Að sögn Boeing gæti slík flugvél komið fólki hvert sem er í heiminum á aðeins einni til þremur klukkustundum.

Hámarkshraði flugvélarinnar yrði 3.800 mílur á klukkustund. Á slíkum hraða myndi flug milli New York og London taka tvær klukkustundir, en eins og staðan er í dag tekur flug á milli borganna um það bil sjö klukkustundir.

Þó er nokkuð langt í að þessi ofur flugvél verði að veruleika, en að sögn talsmanns Boeing þá gæti hún orðið að veruleika eftir 20 til 30 ár.