Flugfélagið Icelandair gerir ráð fyrir að flugáætlun þeirra verði um 13% umfangsmeiri en á þessu ári. Þeir áætla jafnframt að farþegar á árinu 2017 verði 4,2 milljónir.

Flug verður einnig hafið til tveggja nýrra áfangastaða, sem verða tilkynntir á næstunni og alls verða 30 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en tvær Boeing 767 bætast við flotann. „Þessi vöxtur mun hafa í för með sér áframhaldandi eflingu ferðaþjónustunnar á Íslandi og þar með styrkja aðra starfsemi innan Icelandair Group,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu.

Leiðakerfið hefur margfaldast í umfangi frá árinu 2009. Það ár voru farþegar 1,3 milljónir en það er einungis 30% af þeim fjölda sem búist er við árið 2017.

Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair, að gert sé ráð fyrir að árið 2016 verði eitt besta rekstrar í sögu félagsins.