Flugáhafnir Landhelgisgæslurnar hafa sent forsjóra gæslunnar Georgi Lárussyni bréf þar því er lýst yfir að af öryggisástæðum treysti þeir sér ekki til þess að halda uppi núverandi þjónustustigi. Í bréfinu gefa þeir upp lista yfir þær fjarlægðir sem þeir gefa upp sem hámarksfjarlægðir á haf út.

Í bréfinu segir að ekki verði gefinn afsláttur af öryggi áhafna björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar frá því skipulagi sem samþykkt var árið 2006. Þar segir að það sé sameiginleg ákvörðun flugáhafna á björgunarþyrlum Landhelgisgæslu Íslands að af öryggisástæðum og í samræmi við EASA reglur verði framvegis miðað tilteknar fjarlægðir. Þannig nái full þjónusta ekki nema 20 sjómílur út ef aðeins ein þyrluáhöfn sé á vakt.

Í bréfinu er bent á að nú þegar vanti eina þyrlu í flugrekstur Landhelgisgæslunnar. Fækkað verður um eina og hálfa áhöfn á þyrlum þegar tilkynntar uppsagnir í flugrekstrardeild taka gildi. Í bréfinu segir að af þeim sökum verður m.a. ekki alltaf möguleiki á áhöfn og þyrlu í viðbragðsstöðu.