Það eru margir sem skella sér á skíði yfir páskana. Stuttleg yfirferð Viðskiptablaðsins yfir helstu skíðasvæði landsins gefur til kynna að úr nógu sé að velja. Útlit er fyrir að öll stærstu skíðasvæðin verði opin alla páskana en óvíst er hvort opið verður í Skálafelli og í Bláfjöllum. Að sögn Gunnars Björgvinssonar, rekstrarstjóra Skálafells, verður opið alla páskana ef eitthvað bætir í snjóinn. Útlitið er betra í Bláfjöllum þar sem nægur snjór hefur verið í vetur. Aðsóknin í Bláfjöll um páskana hefur verið mjög mikil síðustu ár.

Flugeldasýning og húllumhæ

En það er nóg um viðburði á landsbyggðinni sem skíðaáhugamenn gætu sýnt áhuga. Í Oddsskarði fyrir austan verður opið alla páskana að venju og líkt og fyrri ár verða sérstakir viðburðir á skírdag og á laugardegi fyrir páska. Á skírdag verður svæðið lýst upp með flóðljósum milli kl. 20-23 um kvöldið þegar brettaáhugamenn munu sýna listir sínar undir tónlist.

„Það hafa oft verið um þúsund manns í fjallinu á laugardagskvöldinu,“ segir Dagfinnur Ómarsson, forstöðumaður Oddskarðs, í samtali við Viðskiptablaðið og bætir því við að kvöldið endi að venju með flugeldasýningu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.