Viðskiptablaðið hefur áður greint frá því að mikið framboð sé á flugi, þá sérstaklega vegna lággjaldaflugfélagsins Norwegian, sem haldið hefur niður verði á flugleiðum.

Að jafnaði hækka flugfargjöld þó á sumrin þegar háannatími ferðaþjónustunnar gengur í garð. Alls hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 23% í júlí (+0,3% áhrif á VNV), sem kemur beint á hæla 15,5% hækkunar í júní. Þrátt fyrir töluverðar hækkanir að undanförnu eru flugfargjöld um 13% lægri en fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í markaðspunktum Arion banka .

Í morgun birti Hagstofan tölur yfir verðbólgu . Tólf mánaða verðbólgan mælist nú 2,7% sem er yfir markmiði Seðlabankans.

Arion banki spáði 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs í júlí, en hækkunin reyndist 0,04%. Helsta frávikið má rekja til reiknaðrar húsaleigu sem hækkaði um 1,1% milli mánaða (+0,22% áhrif á VNV). Á móti flugfargjöldum og húsnæðisverði vógu útsölur, en föt og skór lækkuðu um 11,3% (-0,4% áhrif á VNV).