Flugfargjöld til útlanda sem undirliður í vísitölu neysluverðs lækkuðu í bæði júlí og ágúst eftir að hafa hækkað þrjá mánuði í röð í kjölfar gjaldþrots WOW air. Áður en WOW air lenti í síðasta sinn höfðu flugfargjöld lækkað 42 mánuði eða frá október 2015. Þetta var meðal þess sem kom fram í ferðaþjónustuúttekt Arion banka sem kom út í gær .

Eins og margir Íslendingar fundu eflaust fyrir hækkaði verð á flugfargjöldum til og frá landinu nokkuð skarpt eftir fall WOW air. Undirliður vísitöluneysluverðs hækkaði um 9,1% í aprílmánuði og um 10,1% á maí auk 1,8% hækkunar í júní.

Í júlí snerist þróunin hins vegar við og lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 12% í júlí og um 13,8% í ágúst.