*

mánudagur, 6. júlí 2020
Erlent 11. maí 2020 13:18

Flugfarþegar mæta með eigin grímur

Aukin fjöldi flugfélaga setur reglur um notkun andlitsgrímna í flugvélum. KLM krefur flugfarþega um að mæta með eigin grímur.

Ritstjórn
Hollenska flugfélagið KLM.
epa

Farþegar hollenska flugfélagsins KLM þurfa að nota andlitsgrímur í öllum flugferðum félagsins frá og með deginum í dag. Samkvæmt Reuters þurfa farþegar að koma með sínar eigin grímur en annars gæti þeim verið neitað að stíga um borð. Reglan gildir til 31. ágúst næstkomandi. Krakkar undir 10 ára eru undanþegnir reglunni. 

The International Air Transport Association (IATA), Alþjóðasamtök flugfélaga, hefur talað fyrir því að farþegar klæðist andlitsgrímum á flugleiðum sínum til þess að virða reglur um félagsforðun (e. social distancing). Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í apríl hefur Icelandair tímabundið hætt að selja í miðusæti. 

KLM hefur líkt og flest önnur flugfélög kyrrsett flestar flugvélar sínar vegna COVID-19 veirunnar en hefur þó örfáar flugleiðir opnar. Auk KLM hafa Air France, Lufthansa og Wizz Air skyldað farþega sína að klæðast grímum.

Stikkorð: Icelandair KLM kórónuveira