*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Innlent 1. júní 2020 14:28

Flugfarþegum hafði fækkað verulega

Á fyrstu þremur mánuðum ársins nýttu 136 þúsund færri farþegar sér flug milli Íslands og Bretlands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á fyrstu þremur mánuðum ársins nýttu 136 þúsund færri farþegar sér flug milli Íslands og Bretlands. Samdrátturinn var mestur í mars en einnig verulegur í janúar og febrúar. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Á liðnum vetri hefur verið flogið frá Íslandi reglulega til sjö breskra flugvalla sem er fækkun um tvo frá síðasta vetri. Einnig hefur tíðni ferða til borga á borð við Manchester og London dregist verulega saman eftir fall WOW air. 

Fyrstu tvo mánuði ársins fækkaði farþegum um rétt rúmlega 48 þúsund samkvæmt tölum breskra flugmálayfirvalda. Í mars nam samdrátturinn um 87 þúsund farþegum en það var um miðjan marsmánuð sem flugumferð stöðvaðist nær alveg sökum COVID-19.