Spainair, sem er fjórða stærsta flugfélag Spánar, hætti í gær rekstri. Félagið var með 36 flugvélar í rekstri og var með aðsetur sínar í Barcelona.

Ástæðan fyrir rekstrarstöðvuninni er sú að stjórnvöld í Norðuraustur Katalóníu tilkynntu að þau gætu ekki haldið áfram að fjármagna félagið í ljósi efnahagsástandsins í Evrópu auk þess sem samningaviðræður um yfirtöku Quatar flugfélagsins runnu út í sandinn.

Spainair hefur ekki gengið vel undanfarin ár en erfiðleikarnir mögnuðust árið 2008 þegar flugvél félagsins fórst og 154 létust í alvarlegasta flugslysi í 25 ár á Spáni.

Katalónsk yfirvöld eiga 80% hlut í Spainair og SAS um 20% hlut.

Flugvél Spainair.
Flugvél Spainair.