Ríkisrekna flugfélagið Dubai Aerospace Enterprise (DAE) segist vera í viðræðum um að kaupa 50 flugvélar, að andvirði 2,5 milljarða Bandaríkjadala. Frá þessu er greint í frétt Reuters.

Flugvélarnar ætlar félagið að kaupa til að stækka við leigurekstur sinn. DAE gæti keypt sumar vélarnar af starfandi flugfélögum og leigt þær svo til baka. Talsmaður félagsins neitaði hins vegar að tjá sig um hvaða flugfélög DAE á í viðræðum við.