Fokker Services, sem er í eigu Stork, veitti Flugfélagi Íslands í gær viðurkenningu á alþjóðlegri ráðstefnu Fokker flugrekenda. Fokker Services hefur á sínum snærum víðtæka vefþjónustu tengda Fokkervélum, en Flugfélag Íslands hlaut viðurkenninguna fyrir að nýta sér þá upplýsingatækni í ríkustum mæli allra flugrekenda Fokker.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir tæknisvið Flugfélags Íslands þar sem Fokker Services þjónustar mjög stóran hluta þeirra 700 Fokkerflugvéla sem eru í rekstri í dag," segir í tilkynningu frá Flugfélagi Íslands.

„Fokkerflugvélar eru eftir sem áður mjög eftirsóttar flugvélar og voru á ráðstefnunni kynntar ýmsar nýjungar í þróun á tækjabúnaði sem gerir vélarnar enn áhugaverði sem framtíðarkost í flugrekstri."