Finnska flugfélagið Finnair, sem FL Group á 22,41% hlut í, tilkynnti í gær um að tap hefði orðið á rekstri flugfélagsins á nýliðnu ári. Gengi hlutabréfa Finnair lækkaði um 1,3% í kjölfarið.

Jukka Hienon, framkvæmdastjóri félagsins, sagði að ástæðurnar fyrir rekstrartapi Finnair væru einkum að finna í háu eldsneytisverði á markaði. Samkvæmt Hienon er að vænta betri rekstrarafkomu á þessu ári í ljósi þeirra kerfisbreytinga sem ráðist var í 2006.

Aukin áhersla verður lögð markaði í Asíu á árinu og mun Mumbai á Indlandi verða nýr áfangastaður Finnair