Danska lággjaldaflugfélagið Climber Sterling óskaði eldsnemma í morgun eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta kemur fram á vef Börsen.

Gjaldþrotið kemur í kjölfar þess að stærsti eigandi þess, úkraínski milljarðamæringurinn Igor Kolomoyski, tóku ákvörðun um að styðja ekki frekar við flugfélagið fjárhagslega. Flugfélagið hefur aflýst öllum flugferðum en unnið er að því að koma flugfarþegum í önnur flug. Algjört öngþveiti hefur skapast á Kastrup flugvelli vegna þessa.

Danske Bank er viðskiptabanki Climber Sterling. Tap bankans er talið nema hundruðum milljóna íslenskra króna en bankinn hefur ekki viljað tjá sig um gjaldþrotið.

Félagið varð til árið þegar Climber Air keypti eignir flugfélagsins Sterling í kjölfar gjaldþrot þess. Sterling var í eigu Fons, félags i eigu Pálma Haraldssonar.