Bandarísk flugfélög hafa hagnast vel á lækkandi eldsneytisverði og hafa öll stærstu flugfélögin skilað árshlutareikningum sem sýna fram á mun meiri hagnað en á sama tíma í fyrra.

Í frétt USA Today segir að það verð sem flugfélögin greiddu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi að meðaltali aðeins verið þriðjungur af því verði sem þau greiddu á sama tímabili í fyrra.

American Airlines skilaði 932 milljóna dala hagnaði á fyrsta fjórðungi, Delta Air skilaði 746 milljóna dala hagnaði og United 508 milljónum. Þá nam hagnaður Southwest 453 milljóna dala hagnaði og JetBlue 137 milljónum.

Sem dæmi um þau áhrif sem lækkandi eldsneytisverð hefur haft á flugfélögin lækkuðu útgjöld American vegna eldsneytiskaupa um 43% á milli ára.