Hlutabréf lækkuðu á flestum stöðum í Asíu í dag og lækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 0,4%.

Í Japan varð hins vegar örlítil hækkun þegar Nikkei vísitalan hækkaði um 0,4%. Mest var lækkunin þó í Kína þar sem CSI 300 vísitalan nánast hrundi niður um 4,7%. Vísitalan lækkaði ört við opnun markaða og fór ekkert upp aftur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 2,5%, í Singapúr lækkaði Straits vísitalan  um 1,1% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 um 0,6%.

Flugfélög í Asíu komu illa út úr deginum. Þannig lækkaði Air China um 7,6%, Singapúr Airlines um 2,5% og Korean Air Lines lækkaði um 3,5%.

Hækkandi olíuverð hfur neikvæð áhrif á flugfélög og segir viðmælandi Bloomberg að það sé skýring lækkunar þeirra í dag.