Flugfélög leita nú nýrra leiða til að auka tekjur. Á síðustu árum hafa mörg flugfélög byrjað að leggja á gjald fyrir þjónustu sem áður var innifalin eða þau boðið frekari þjónustu gegn gjaldi. Má þar nefna gjald fyrir farangur og þjónusta sem leyfir viðskiptavini að velja sér sæti í flugvélinni.

Nú prófa félögin leiðir sem ganga enn lengra. Í frétt Wall Street Journal í dag eru valkostir líkt og sæti sem hægt er að halla aftar, fyrirfram pantaður lúxusmatur og trygging gegn óveðri nefndir til sögunnar.

Flugfélög hófu að rukka fyrir farangur, matvæli, kodda og annan varning árið 2008. Talið er að á síðasta ári hafi tekjur af slíkri starfsemi numið 22 milljörðum dala, sem er um 5% af heildartekjum flugiðnaðarins. Með fleiri leiðum vonast flugfélögin til þess að geta aukið tekjur sínar enn frekar.