Það er orðið algengara að flugfélög rukki viðskiptavini sína sérstaklega fyrir farangur eða fyrir að taka frá sæti í flugvélum. Á Túristi.is er greint frá því að á nokkrum af styttri flugleiðum British Airways þarf nú að borga hátt í tvö þúsund krónur fyrir að innrita farangur. Hjá hollenska félaginu KLM nemur gjaldið um 2.500 krónum en bæði félögin hafa nýverið tekið upp gjaldið.

Þá er greint frá því að Lufthansa, stærsta flugfélag Evrópu, mun brátt rukka farþega á ódýrasta farrými fyrir að taka frá sæti um borð. Gjaldið verður 1650 krónur.

Haft er eftir Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, að ekki séu uppi áform um að taka upp gjöld sem þessi en fylgst sé með þróuninni.

Nánar á vef Túrista.is