Stjórnendur AMR, móðurfélags bandaríska flugfélagsins American Airlines, eru sagðist eiga í viðræðum við U.S. Airways um sameiningu flugfélaganna. Stjórnendur AMR eru að koma félaginu í gegnu greiðslustöðvun, sem óskað var eftir samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í nóvember í fyrra.

Leitað hefur verið eftir því að halda vélum félagsins í gangi þrátt fyrir þetta, m.a. með því að sameina það öðru flugfélagi.

Hannes Smárason reyndi að kreista fé út úr félaginu

FL Group flaggaði kaupum á tæpum sex prósenta hlut í AMR skömmu fyrir áramótin 2006. Þegar mest lét átti FL Group rúman níu prósenta hlut í félaginu. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, fór margsinnis utan til að kreista fé út úr rekstrinum, svo sem með sölu rekstrareininga og vildarklúbbs. Rétt rúmu ári eftir kaupin, í byrjun árs 2008, hafði FL Group selt öll hlutabréf sín í AMR með 15 milljarða króna tapi.