*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 21. febrúar 2015 14:15

Flugfélög stækka við sig

WOW air bætti nýverið við sig tveimur flugvélum og er nú með sex þotur til umráða. Takmörkuð fylgni er á milli stærðar flugvélaflota og farþegafjölda.

Kári Finnsson
Aðsend mynd

Flugfélagið WOW air tilkynnti nýlega að það hefði fest kaup á tveimur nýjum Airbus A321-211 flugvélum sem verða afhentar félaginu um miðjan mars. Listaverð á slíkum flugvélum frá Airbus er um 15 milljarðar íslenskra króna hver flugvél en í samtali við Vb.is fyrr í vikunni sagði Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins, að vélarnar væru teknar í kaupleigu.

Þar sagði hann jafnframt að kaupin væru fjármögnuð til margra ára í gegnum banka í Evrópu og að þeim hefði aldrei verið flogið áður. Floti WOW air telur því nú sex flugvélar en fjórar af þeim eru leigðar af félaginu. Það eru þrjár Airbus A320 þar sem ein þeirra er árgerð 2005 og tvær árgerð 2010 og ein Airbus A319-100, árgerð 2009.

Lággjaldafélög vinsæl

Þótt flugfélögin íslensku séu heldur smá á alþjóðlegan mælikvarða er áhugavert að bera saman flugvélaflota þeirra við flota annarra flugfélaga. Allur gangur er á því hvort flugfélög geri út vélar sem þær kaupa eða leigja og ekki er endilega fylgni á milli stærðar flugvélaflota flugfélaga og fjölda farþega í millilandaflugi. Þegar litið er á tölur um fjölda farþega í millilandaflugi þá tróna lággjaldaflugfélögin Ryanair og easyJet á toppnum en þau eru írsk og bresk.

Heildarfloti Ryanair telur um 303 Boeing 737- 800 flugvélar en árið 2013 pantaði flugfélagið 175 nýjar vélar sem bætt verður við flotann á næstu árum. Floti easyJet telur 226 vélar, þar af eru 143 vélar í eigu félagsins og um 83 í leigu en það gerir fyrst og fremst út Airbus vélar líkt og WOW air.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Wow Air easyJet Airbus Ryanair Wow
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is