*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Erlent 24. júlí 2018 19:02

Flugfélög telja Frakkland brjóta lög

Flugfélögin telja að Frakkland sé að brjóta lög með því að banna flugumferð yfir landinu meðan á verkföllum flugumferðarstjóra stendur.

Ritstjórn
epa

Fjögur evrópsk flugfélög, Ryanair, Easyjet, Wizz Air og IAG, telja að Frakkland sé að brjóta lög Evrópusambandsins. Flugumferðarstjórar í Frakklandi hafa verið í verkfalli og telja flugfélögin að þetta verkfall hefti ferðafrelsi flugfarþega. Flugfélögin hafa lagt fram kvörtun til framkvæmdastjórnar ESB vegna málsins. Þetta kemur fram á vef BBC.

Willie Walsh, framkvæmdastjóri IAG, segir að jafna þurfi út rétt fólks til að fara í verkfall til móts við rétt fólks til að njóta ferðafrelsis.

Flugfélögin telja að Frakkland sé að brjóta lög með því að banna flugumferð yfir landinu meðan á verkföllunum stendur, sem valdi farþegum óþægindum og töfum og sviptir þá ferðafrelsi sínu.

IAG og Ryanair halda því einnig fram að þessi aðgerð verði til þess að auka eldsneytiskostnað, þar sem að flugvélarnar þurfi að lengja flugleið sína með því að taka krók framhjá Frakklandi.   

Stikkorð: ESB Frakkland flug