Flugfélögin Icelandair og Play voru hástökkvarar dagsins í Kauphöllinni. Icelandair hækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði eða um 7,5% í tæplega 500 milljón króna viðskiptum. Á First North markaðnum hækkaði Play um 4,41% í 78 milljón króna viðskiptum. Þetta er viðsnúningur frá því í gær þegar flugfélögin lækkuðu mest allra félaga í Kauphöllinni.

Gengi hlutabréfa Sjóvá og VÍS hækkuðu í viðskiptum dagsins. Sjóvá hækkaði um 2,75% í 322 milljón króna viðskiptum og VÍS um 2,56% í 554 milljón króna viðskiptum.

Mesta veltan var með bréfum í Arion eða um 1,6 milljarðar króna og hækkaði gengi hlutabréfa í félaginu um 2,18% í viðskiptum dagsins. Næst mesta veltan var með bréfum í Marel upp á ríflega milljarð króna. Þriðja mesta veltan var með bréfum í Eimskip upp á rúmlega 800 milljónir króna, en bréf félagsins lækkuðu um 1,67% í viðskiptum dagsins.

Heildarvelta á aðalmarkaði nam 7,8 milljörðum króna í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,75% og stóð lokagildi hennar í 3.299.97.