Íslensku flugfélögin voru stundvís nú í lok sumars, samkvæmt útreikningum Túrista. Vélar Iceland Express voru í nærri öllum tilvikum á réttum tíma (99%), vélar Wow air voru á réttum tíma í 86% tilvika og Icelandair í 83% tilvika.

Í umfjöllun vefsins Túrista um stundvísitölur flugfélaganna segir að í sumar hafi verið allt annað að sjá til Icelandi Express en fyrir ári síðan þegar áætlanir riðluðust reglulega.

Þá kemur fram að talsverður munur sé á umsvifum flugfélaganna. Vélar Icelandair hafi flogið að jafnaði tæplega 60 ferðir til og frá landinu á dag síðastliðinn hálfan mánuð. Á sama tíma flugu vélar Iceland Express níu ferðir og Wow air sex.

Nánar má lesa um stundvísi flugfélaganna á vef Túrista.

Stundvísitölur Túrista