Flugvélar Icelandair, WOW air og Easy Jet taka oftar á loft á réttum tíma heldur en þær lenda. Síðustu misseru hefur stundvísi í millilandaflugi þó verið með miklum ágætum og meðalseinkun aðeins verið 0,5 til 4 mínútur. Greint er frá þessu á Túristi.is þar sem teknar eru saman upplýsingar um komu- og brottfaratíma

„Árlega verðlaunar fyrirtækið Flightstats stundvísustu flugfélög heims. Þar eru komutímar hafðir til hliðsjónar en ekki brottfarir. Í fyrra var það hið pólska LOT sem stóð sig best af evrópsku flugfélögunum og komu vélar félagsins á réttum tíma í 89,35% tilfella. Forstjóri Ryanair vill samt sem áður meina að félagið sitt sé það stundvísasta í álfunni en enginn getur sannreynt hann því Ryanair deilir ekki stundvísitölum sínum með öðrum,“ segir í frétt Túrista.